Látbragð er leikurinn

Látbragð er nýtt spil frá höfundi Kommentakerfisins. Látbragð er, eins og nafnið gefur til kynna, látbragðsleikur eða á góðri íslensku Actionary. Það eru sex flokkar; fólk, kvikmyndir og sjónvarpsþættir, lög, stofnanir og fyrirtæki, bækur og orðtök, allt íslenskt. Spilarar skipta sér í lið og skiptast á að leika meðan liðsfélagarnir giska. Ef liðinu tekst að giska á rétt svar, innan 2 mínútna, fær liðið stig. Leiknar eru sex umferðir og verður hvert lið að leika titil úr öllum flokkum. Það lið sem hefur fleiri stig í lokin vinnur.

Spilið er fyrir 12 ára og eldri. Yngri börn geta þó spilað með. Spilið er fyrir fjóra eða fleiri. Gott er að miða við að liðin séu 2-4, með 2-5 spilara í hverju liði. Ef liðin eru tvö tekur hver leikur um 15-20 mínútur. Í spilinu eru 100 spjöld með titlum úr flokkunum sex.

Öll hönnun spilsins miðar að því að spilið sé fyrirferðarlítið. Það vegur aðeins um 200 g og er því tilvalið til jólagjafa sem senda þarf með pósti. Líka fyrir þá sem vilja ekki eyða miklu skápaplássi í spil (eða eiga nú þegar sprunginn spilaskáp). Hentar líka vel til að taka með í bústaðaferðir og önnur ferðalög.

Útsvarslið Ölfuss útskýrir um hvað Látbragð snýst.

Nokkrar ábendingar um bendingar sem hægt er að nota í Látbragði.

Meira á Facebook.